Fréttir | 24. feb. 2017

Junior Chamber

Forseti Íslands tekur á móti Svövu Arnardóttur, landsforseta Junior Chamber Iceland, Elizes Low Zin Rui, forvera hennar í því embætti, og Horst Wenske, alþjóðlegum varaforseta samtakanna. Meðal annars var rætt um átaksverkefni samtakanna, Framúrskarandi ungir Íslendingar, og ljósmyndakeppnina Blindir sjá fyrir blinda og sjónskerta. Þá bar á góma hvernig forseti gæti lagt starfsemi Junior Chamber lið í bráð og lengd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar