Fréttir | 15. mars 2017

Gestir frá Skálatúni

Forseti Íslands fær gesti frá Skálatúni í heimsókn. Á Skálatúni í Mosfellsbæ búa nær 40 einstaklingar með þroskahömlun í sex sambýlum og njóta myndarlegrar dagþjónustu. Þar er meðal annars til sölu ýmis konar handverk og færðu gestirnir forsetahjónunum að gjöf forláta svuntur í fánalitunum, með mynd af knattspyrnulandsliðum karla og kvenna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar