Fréttir | 30. mars 2017

Ríkisstjóri Múrmansk

Forseti á fund með Marina Kovtun, ríkisstjóra Múrmansk. Á fundinum var rætt um samstarf Íslendinga við fylkið, ekki síst á sviði sjávarútvegs og vinnslu sjávarafurða. Fundinn sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, sem nýverið leiddi heimsókn sendinefndar íslenskra fyrirtækja til Múrmansk.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar