Fréttir | 19. apr. 2017

Útflutningsverðlaun

Forseti afhendir Útflutningsverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Fyrirtækið sem hlaut verðlaunin er Skaginn 3X. Jafnframt afhenti forseti heiðursviðurkenningu sem í þetta sinn var veitt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands. Við þetta tækifæri flutti forseti ávarp og Sigsteinn Grétarsson, formaður dómnefndar og stjórnarformaður Íslandsstofu, fjallaði um niðurstöðu nefndarinnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar