Fréttir | 20. apr. 2017

Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar

Forseti sækir Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Þar var opið hús, nemendur og kennarar kynntu starfsemina og veittar voru viðurkenningar. Forseti afhenti Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og komu þau í ár í hlut garðyrkjustöðvarinnar við dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði. Myndina af forseta að flytja ávarp við verðlaunaafhendinguna tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar