Fréttir | 27. apr. 2017

Barnamenning

Forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú sækja barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi. Í setningarávarpi minnti forseti á mikilvægi bókasafna í bæjum og byggðum landsins og rifjaði upp góðar stundir með fjölskyldunni á bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg. Á hátíðinni voru svo bæði tónlistar- og dansatriði barna og unglinga sem viðstaddir nutu. Í bakgrunni á sjálfu forsetahjóna er hópur ungra flautuleikara og söngvara úr tónlistarskóla Seltjarnarness.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar