Fréttir | 22. maí 2017

Lagnafélag Íslands

Forseti afhendir viðurkenningar Lagnafélags Íslands. Fyrirtæki sem unnu við lagna- og loftræstikerfi í hátæknisetri Alvotech í Vísindagörðum í Vatnsmýri í Reykjavík hlutu viðurkenningar fyrir árið 2016. Þetta eru Lagnatækni, Verkís, Efla, Rafmiðlun, Karl Magnússon, GH lagnir, Vélsmiðja Þorgríms, M+W Process Industries, Ísloft, Blikksmiðurinn og Blikksmiðja Einars. Alvotech fékk einnig viðurkenningu fyrir metnað um vönduð lagna- og loftræstikerfi. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar