Fréttir | 12. júní 2017

SOS Barnaþorp

Forsetafrú á fund með Daliborka Matanovic sem stödd er hér á landi á vegum SOS Barnaþorpanna. Daliborka flúði sem barn ásamt fjölskyldu sinni frá Bosníu til Króatíu. Þar dóu báðir foreldrar hennar og tók hún þá á sig ábyrgð á yngri systkinum sínum. Þau fengu síðan heimili og nýtt tækifæri í SOS Barnaþorpi.

Daliborka fékk sérstaka viðurkenningu á allsherjarþingi SOS Barnaþorpanna sl. sumar fyrir að vera frábær fyrirmynd. Hér er stutt myndband um hana: https://youtu.be/35Dxf1mP7o0

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar