Fréttir | 19. júní 2017

Barnaspítali Hringsins

Forsetahjón sækja hátíðarviðburð í tilefni 60 ára afmælis Barnaspítala Hringsins. Þau afhentu spítalanum gjöf, fiska sem sleppt var í fiskabúrið í anddyri spítalans sem hefur veitt mörgum börnum og fjölskyldum þeirra gleði í áranna rás. Forsetahjón og aðrir gestir kynntu sér svo deildir spítalans í fylgd stjórnenda og fluttu loks samanstutt ávarp.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar