Fréttir | 19. júní 2017

Hallveigarstaðir

Forsetahjón sækja hátíðardagskrá á Hallveigarstöðum. Hálf öld er frá því að húsið var vígt en það er í eigu íslensku kvennahreyfingarinnar. Ýmis félagasamtök sem berjast fyrir kvenréttindum og jafnréttismálum hafa aðsetur á Hallveigarstöðum, til dæmis Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Druslubækur og doðrantar, W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, Félag einstæðra foreldra og Kvennaráðgjöfin. Forseti flutti ávarp þar sem hann vék meðal annars að afstöðu samfélags og stjórnvalda til kynferðisbrota. Ávarp forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar