Fréttir | 02. ágú. 2017

Ný orka

Forseti á fund með Jóni Birni Skúlasyni, framkvæmdastjóra Íslenskrar nýorku . Rætt var um nýjar lausnir í orkumálum heimsins, notkun vetnis og rafmagns til að knýja farartæki, kosti og galla mismunandi leiða og mikilvægi þess að halda áfram þróunar- og rannsóknarvinnu á öllum sviðum. Einnig var rætt um þau verkefni sem Íslensk nýorka hefur staðið að í áranna rás og áskoranir framtíðar, meðal annars lausnir fyrir skipaflota Íslendinga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar