Fréttir | 14. ágú. 2017

Álaborg

Borgarstjóri Álaborgar í Danmörku, Thomas Kastrup-Larsen, tekur á móti forseta Íslands í ráðhúsi borgarinnar. Á fundi forseta og borgarstjóra var m.a. rætt um stöðu borgarinnar, framtíðarhorfur í orkubúskap, margvísleg sóknarfæri Álaborgar á komandi tímum, sögu borgarinnar og samskipti við Ísland. Forseti flytur á morgun fyrirlestur á þingi norrænna sagnfræðinga sem haldið er í Álaborg og sótt af um 600 fræðimönnum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar