Fréttir | 22. ágú. 2017

Vélmenni

Forseti tekur á móti fulltrúum Íslands í FIRST Global vélmennakeppninni. Hún var haldin í Washington í Bandaríkjunum í júlí sem leið. Lið Íslands kom til Bessastaða ásamt kennara í forritun fyrir vélmenni og öðru fylgdarliði. Vélmennið sjálft var með í för og sýndu gestirnir hvernig það leysti ætlunarverk sitt í keppninni, að leita uppi bláa og appelsínugula bolta og setja í aðskilin hólf. Auk þjálfunar í vélmennaforritun var keppninni ætlað að vekja athygli á vatnsskorti í heiminum og mögulegum tæknilausnum í þeim efnum. Að ári var svipuð keppni haldin í Mexíkóborg.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar