Fréttir | 23. ágú. 2017

Nýr sendiherra Srí Lanka

Forseti á fund með hr. Manjusri Jayantha Pallpane, nýjum sendiherra Srí Lanka, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði fiskveiða og fiskveiðistjórnunar, og þá uppbyggingu sem íbúar Srí Lanka hafa ráðist í bæði eftir borgarastyrjöld og eftir flóðbylgjuna miklu sem skall á eyríkinu árið 2004.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar