Fréttir | 09. okt. 2017

Málstofa um Smugudeiluna

Forseti flytur ávarp á fundi um Smugudeiluna svonefndu milli Norðmanna og Íslendinga. Deilt var um fiskveiðar og fiskveiðiréttindi í Barentshafi og lauk átökunum með samningum árið 1999. Til fundarins var boðað í tilefni þess að út er komin bók Arnórs Snæbjörnssonar um efnið, byggð á meistararitgerð hans. Forseti var á sínum tíma annar leiðbeinenda Arnórs við samningu ritgerðarinnar. Fundurinn fór fram í Húsi sjávarútvegsins og fundarstjórn annaðist Tómas H. Heiðar, dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Formáli forseta í bókinni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar