Fréttir | 10. okt. 2017

Frakkland

Forseti á fund með nýjum sendiherra Frakklands, Graham Paul, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um málefni norðurslóða og áhuga franskra stjórnvalda á þeim vettvangi. Þá var rætt um sterka stöðu íslenskra bókmennta í Frakklandi og mögulegar leiðir til að styrkja enn frekar samstarf Íslendinga og Frakka á sviði menningar og lista. Að fundinum var efnt til móttöku þar sem ýmsir fulltrúar stjórnvalda, félagasamtaka og fyrirtækja sem tengjast Frakklandi komu til að heiðra sendiherrann.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar