Fréttir | 14. okt. 2017

Fulltrúar eyríkja í Kyrrahafi

Forseti tekur á móti fulltrúum nokkurra eyríkja í Kyrrahafi. Þeir eru komnir hingað til lands í því skyni að kynna sér málefni sjávarútvegs, möguleika á samstarfi og lærdóma sem draga má af nýsköpun í vinnslu sjávarafurða. Meðal gesta var forsætisráðherra Cook eyja, Henry Puma, en Ísland og Cook eyjar hafa nú tekið upp stjórnmálasamband. Í móttökunni voru jafnframt fulltrúar náttúruverndarsamtakanna Conservation International.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar