Fréttir | 17. okt. 2017

Sendiherra Ástralíu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Ástralíu, frú Mary Ellen Douglas Miller, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um launajöfnuð kynjanna og önnur jafnréttismál, afstöðu ástralskra stjórnvalda í innflytjendamálum og samskipti ríkja í Suðaustur-Asíu og nágrenni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar