Fréttir | 24. okt. 2017

Konur og Sameinuðu þjóðirnar

Forseti og forsetafrú taka á móti fulltrúum UN Women. Landsnefndir UN Women, 15 alls um víða veröld, halda þessa dagana ársfund sinn á Íslandi. Viðburðinn sóttu einnig embættismenn frá höfuðstöðvum framtaksins í New York. Í stuttu ávarpi minntist forseti kvennafrídagsins 24. október 1975 og þeirra tímamóta sem urðu í jafnréttisbaráttunni þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti árið 1980 og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenleiðtogi heimsins. Þá minnti forseti á mikilvægi herferðarinnar #metoo á netinu og Eliza Reid forsetafrú skýrði frá för sinni til Jórdaníu nýverið með fulltrúum UN Women á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar