Fréttir | 09. nóv. 2017

Líftaug landsins

Forseti veitir viðtöku verkinu Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010. Í ritinu er rakin saga verslunar við útlönd frá fyrstu árum Íslandsbyggðar til okkar daga. Höfundar eru Anna Agnarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Bjarnason, Helgi Skúli Kjartansson og Helgi Þorláksson. Halldór féll frá árið 2010 og tók Helgi Skúli þá við verki hans. Ritstjóri þessa tveggja binda stórvirkis er Sumarliði Ísleifsson.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar