Fréttir | 30. nóv. 2017

Forseti Litháens

Forseti og forsetafrú eiga morgunverðarfund með Dalia Grybauskaite, forseta Litháens. Á fundinum var rætt um traust tengsl Íslands og Litháens frá sjálfstæðisheimt Litháa 1991, horfur á alþjóðavetttvangi, ekki síst þróun mála innan Evrópusambandsins og samskipti við Rússland. Þá var fjallað um hátíðahöld næsta ár þegar Litháar minnast þess að öld er frá því að þeir lýstu yfir sjálfstæði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar