Fréttir | 03. des. 2017

Átak

Forseti situr jólafund Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Á fundinum flutti forseti ávarp og afhenti fyrir hönd félagsins Frikkann, viðurkenningu þess til þeirra sem hafa látið gott af sér leiða í þágu fólks með þroskahömlun. Í ár hlaut Halldór Gunnarsson, starfsmaður réttindavaktar velferðarráðuneytisins, þessa viðurkenningu. Á fundinum gaf María Þ. Hreiðarsdóttir forseta eintak bókar sinnar, Ég lifði í þögninni.

Forseti með Maríu Þ. Hreiðarsdóttur, höfundi bókarinnar Ég lifði í þögninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar