Fréttir | 11. des. 2017

Málefni fólks með fötlun

Forseti á fund með Tom Shakespeare, prófessor í fötlunarfræðum við University of East Anglia á Englandi. Rætt var um ýmis málefni fólks með fötlun, meðal annars þau álitamál sem geta vaknað við fósturskimun og nauðsyn þess að allir hlutaðeigandi virði sjónarmið um sjálfstætt val og hlutlægar upplýsingar. Þá var rætt um mikilvægi þess að fólk með fötlun geti notið notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Þá var fjallað um aðgengi fatlaðra og nauðsyn úrbóta í þeim efnum þar sem því verður komið við, ekki síst á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar