Fréttir | 27. des. 2017

Verðlaun Ásu Wright

Forseti afhendir heiðursverðlaun úr Ásusjóði, Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Vísindafélag Íslendinga gætir sjóðsins og bauð til hátíðarathafnar í tilefni verðlaunaafhendingarinnar. Í ár hlaut dr. Ingileif Jónsdóttir verðlaunin. Ingileif er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og hefur náð framúrskarandi árangri á fræðasviði sínu. Nánari upplýsingar um verk hennar og viðburðinn má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar