Fréttir | 19. maí 2017

Flöskuskeyti skilað

Forseti Íslands afhendir Ævari vísindamanni og fulltrúum Verkís flöskuskeyti sem fannst í Húsavíkurfjöru í Færeyjarfjöru á sunnudaginn var. Tórur, Tinna og Baldur, sem búa í Þórshöfn í Færeyjum og eiga íslenska móður og færeyskan föður, færðu forsetahjónum skeytið þegar þau heimsóttu grunnskólann í Argir í Þórshöfn í fyrradag. Skeytinu var varpað í sjó í janúar í fyrra, með gps-tæki, og var því unnt að fylgjast með för þess um Norður-Atlantshaf. Þannig aflaðist vitneskja um hafstrauma og auk þess var vakin athygli á þeirri vá sem stafar af plasti í úthöfum. Plast sem fer í sjóinn hverfur ekki.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar