Fréttir | 17. jan. 2018

Fundir með sænskum ráðamönnum

Forseti á fund með Urban Ahlin, forseta sænska Ríkisþingsins, og annan fund með Stefan Lofven forsætisráðherra á fyrsta degi ríkisheimsóknarinnar til Svíþjóðar. Fulltrúar stjórnmálaflokka á sænska þinginu tók þátt í fundinum í þinginu auk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og var þar m.a. rætt um umhverfismál og viðhorf Íslendinga til sjálfbærni. Á fundinum með Löfven var rætt um gott samstarf Svía og Íslendinga og vikið að ýmsum öðrum efnum, svo sem öryggismálum á Norðurslóðum, viðskiptum þjóðanna og alþjóðlegu samstarfi.

Ljósmynd af forseta Íslands og forsætisráðherra Svíþjóðar: Ninni Andersson/Regeringskansliet.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar