Fréttir | 17. jan. 2018

Opinber heimsókn til Svíþjóðar hafin

Forseti og forsetafrú hófu opinbera heimsókn sína til Svíþjóðar í dag 17. janúar og hófst hún með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Að henni lokinni snæddu forsetahjónin hádegisverð með konungshjónunum og áttu þjóðhöfðingjarnir svo stuttan fund með fulltrúum fjölmiðla þar sem forseti flutti þetta ávarp (ávarpið í íslenskri gerð).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar