Fréttir | 23. jan. 2018

Sendiherra Póllands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Póllands, hr. Gerard Slawomir Pokruszynski, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Í samtali þeirra var rætt um síaukin tengsl Íslands og Póllands á mörgum sviðum. Minnst var á hinn mikla fjölda Pólverja sem flutt hafa til Íslands, komið sér fyrir hér og lagt drjúgan skerf til samfélags og atvinnulífs. Þá var rætt um viðskipti landanna, meðal annars á sviði skipasmíða. Einnig var rætt um stöðu Póllands innan Evrópusambandsins og framtíðarhorfur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar