Fréttir | 30. jan. 2018

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut Unnur Jökulsdóttir verðlaunin fyrir Undur Mývatns. Í flokki barna- og ungmennabóka hlutu verðlaunin Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle Guettler fyrir bókina Skrímsli í vanda. Í flokki fagurbókmennta hlaut verðlaunin Kristín Eiríksdóttir fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt.

Ávarp forseta við afhendingu verðlaunanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar