Fréttir | 26. feb. 2018

Frumbjörg og Íslandsklukkan

Forseti á fund með Brandi Bjarnasyni Karlssyni og Birni Á. Magnússyni um nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi. Brandur er stofnandi Frumbjargar, frumkvöðlamiðstöðvar Sjálfsbjargar, og Björn er upphafsmaður Íslandsklukkunnar, frumkvöðlafyrirtækis sem miðar að því að auka lífsgæði sjónskertra. Á fundinum var einnig rætt um aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar