Fréttir | 01. mars 2018

Eyrarrósin


Forsetafrú, sem er verndari Eyrarrósarinnar, flutti ávarp og afhenti tilnefndum aðilum viðurkenningar og afhenti síðan verðlaun Eyrarrósarinnar sem fram fór í Egilsbúð í Neskaupstað. Tilnefnd verkefni voru Ferskir vindar, alþjóðleg listahátíð í Garði, Rúllandi snjóbolti í Djúpavogi og Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, Patreksfirði. Verðlaunin að þessu sinni hlaut verkefnið Ferskir vindar í Garði undir stjórn Mireyu Samper.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar