Fréttir | 08. mars 2018

Fundur með Mexíkóforseta

Forseti á fund með forseta Mexíkós, Enrique Peña Nieto, í tengslum við ráðstefnu tímaritsins The Economist um málefni hafsins sem haldin er þessa dagana í Mexíkó. Rætt var um málefni hafsins og áskoranir framundan og lýstu báðir áhuga á að auka samskipti landanna, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Sjá fréttatilkynningu um ráðstefnuna.

Í lok fundarins skiptust forsetarnir á einkennistreyjum landsliða landa sinna í knattspyrnu karla en Mexíkó og Ísland munu bæði senda lið á heimsmeistaramótið í Rússlandi nú í sumar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar