Fréttir | 26. mars 2018

Ekki gefast upp

Forseti á fund með Stefáni Ólafi Stefánssyni og Sigurði Kristjáni Nikulássyni. Þeir reka líkamsræktina Ekki gefast upp.
Hún er fyrir ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan, svo sem þunglyndi, félagsfælni og kvíða. Sannað er að hreyfing er góð fyrir sálarheill en hefðbundnar æfingar hjá íþróttafélögum eða í líkamsræktarstöðvum henta ekki öllum. Því er þessi kostur í boði og hefur þegar sannað gildi sitt.

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar