Forsetafrú afhendir verðlaun og viðurkenningar í hugmyndasamkeppni um þjóðarrétt Íslendinga. Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efndu til hugmyndasamkeppni meðal almennings um þjóðlegar kræsingar. Yfir hundrað hugmyndir og uppskriftir bárust og af þeim valdi dómnefnd þær fimm lystugustu. Svo var kosið á netinu milli þeirra um þjóðlegasta rétt Íslands. Fyrir valinu varð dýrindis harðfisksúpa.