Fréttir | 08. nóv. 2018

Fullveldi Íslands

Forseti sækir útgáfuhóf Sögufélags í Safnahúsinu í Reykjavík og tekur við fyrstu eintökum tveggja rita um fullveldi Íslands. Sögufélag gefur ritin út í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Gunnar Þór Bjarnason er höfundur annars ritsins sem nefnist Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918. Hitt verkið nefnist Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918‒2018. Það er greinasafn í ritstjórn Guðmundar Jónssonar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar