Fréttir | 16. feb. 2018

Forseti Litháens

Forseti á fund með Dalia Grybauskaité forseta Litháens. Rætt var um vinsamleg samskipti ríkjanna, framtíðarhorfur í Litháen og áskoranir sem lúta meðal annars að því að skapa ungu fólki atvinnu í samræmi við menntun, áhuga og færni þess. Forseti ítrekaði fyrir hönd íslensku þjóðarinnar heillaóskir til Litháa á þessum hátíðardegi þegar öld er liðin síðan þeir lýstu yfir sjálfstæði - sjálfstæði sem þeir glötuðu í seinni heimsstyrjöld og endurheimtu við lok kalda stríðsins og hrun Sovétríkjanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar