Fréttir | 24. jan. 2019

Geðheilsa

Forseti á fundi með sérfræðingum á sviði geðheilsu. Senn hefst á Íslandi viðamikil rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi. Ábyrgðarmaður hennar er Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. Sálfræðingarnir Rannveig Sigurvinsdóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir eru einnig í forsvari fyrir verkefnið. Því er ætlað að kanna samspil geðheilsu, lífsánægju, félagslegs stuðnings, streitu og áfalla. Forseti er verndari rannsóknarinnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar