Fréttir | 03. apr. 2019

Alþjóðavinnumálastofnunin

Forseti á fund með forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, Guy Ryder, á Bessastöðum. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur það hlutverk að standa vörð um mannréttindi og vinnuréttindi í þágu réttlætis og friðar. Á fundinum var m.a. rætt um tæknibreytingar og hvaða áhrif þær hafa á störf fólks, frítíma og réttindi. Einnig var rætt um streitu og kulnun í starfi og þær leiðir sem hægt er að fara til að afstýra þeim vanda og vá. Ryder er staddur hér á landi með föruneyti sínu vegna aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og sækir ráðstefnuna The Future of Work sem íslensk stjórnvöld standa að í samvinnu við stofnunina og Norrænu ráðherranefndina.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar