Fréttir | 14. apr. 2019

Gulleplið

Forseti flytur ávarp og afhendir Gulleplið, hvatningarverðlaun Heilsueflandi framhaldsskóla. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hlaut verðlaunin í ár. Við verðlaunaafhendinguna var sjónum beint að því hversu mikilvægt það er líkama og sál að sofa vel og nægilega. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, og dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur fluttu erindi um svefnvenjur ungmenna og fullstuttan svefn of margra. Í ávarpi sínu vék forseti einnig að þeim vanda og óskaði FB til hamingju með markvisst starf þar til að bæta svefn og svefnvenjur nemenda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar