Fréttir | 14. maí 2019

Gróður í landnámi Ingólfs

Forseti sækir landgræðsluátak á vegum GGF, Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Í dag voru nemendur í 4. bekk Víðistaðaskóla að störfum í vistvangi á vegum samtakanna undir Geitahlíð í nágrenni Krýsuvíkur. Forseti lét til sín taka og gróðursetti græðlinga með ungmennunum. Með þessum aðgerðum er spornað við uppblæstri og nemendur fræðast jafnframt um umhverfisvernd og loftslagsmál. Embætti forseta Íslands kolefnisjafnar flugferðir á vegum þess með gróðursetningu á Bessastaðanesi og einnig er unnið að endurheimt votlendis á þeim slóðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar