Fréttir | 15. maí 2019

Fjölorka

Forseti opnar formlega fyrstu fjölorkustöð Íslands. Á þeim stöð geta ökumenn rafmagns-, vetnis- og metanbifreiða fyllt á tanka þeirra. Fjölorkustöðin stendur við Miklubraut í Reykjavík, gegnt Kringlunni. Að henni standa Íslensk NýOrka, ON og Skeljungur (Orkan). Vonir standa til að stöðvum af þessu fjölgi í nánustu framtíð um leið og fólk hverfur í ríkari mæli frá því að nota bensín- og díselbifreiðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar