Fréttir | 05. júní 2019

Forseti Þýskalands á Íslandi

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, kemur í opinbera heimsókn til Íslands ásamt Elke Büdenbender, eiginkonu sinni, og fylgdarliði, dagana 12.-13. júní. Forsetinn mun m.a. eiga fundi með forseta Íslands, sem er gestgjafi hans, forsætisráðherra og forseta Alþingis. Þá munu hin íslensku og þýsku forsetahjón taka þátt í ýmsum öðrum viðburðum. Sjá nánar í fréttatilkynningu. Sjá einnig vefsetur forseta Þýskalands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar