Fréttir | 07. júní 2019

Íslensk húsgögn

Forseti tekur við íslenskum húsgögnum sem verða til sýnis og notkunar í suðurstofu Bessastaða. Húsgögnin, sem eru verk íslenskra hönnuða og framleidd á vegum íslenskra fyrirtækja, voru afhent á grundvelli samkomulags við Samtök iðnaðarins og lýsti forseti í ávarpi ánægju með þessi kaflaskil en hingað til hafa nánast öll húsgögn á forsetasetrinu komið frá öðrum löndum. Framvegis munu þeir fjölmörgu gestir, sem heimsækja Bessastaði, sjá þar glæsileg verk innlendra hönnuða.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar