Fréttir | 08. júní 2019

Tungumálatöfrar

Forsetafrú heldur opnunarávarp á málþingi um Tungumálatöfra og framtíð verkefnisins sem haldið var á Hrafnseyri. Tungumálatöfrar er sumarnámskeið með listsköpun og leik fyrir íslensk börn á aldrinum 5 – 11 ára. Námskeiðið hefur verið haldið árlega frá því árið 2017 en opinn bæjarfundur var um hugmyndina árið 2016. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn en er með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi.

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar