Fréttir | 20. júní 2019

Snorraverkefnið

Forseti tekur á móti ungum Kanadabúum og Bandaríkjamönnum af íslensku bergi brotnu. Hópurinn er hér á landi undir merkjum Snorraverkefnisins sem miðar að því að Vestur-Íslendingar kynnist sögu lands og þjóðar og fari á æskuslóðir formæðra sinna og forfeðra hérlendis. Snorraverkefnið fagnar í ár 20 ára afmæli og hafa vel á þriðja hundrað ungmenna tekið þátt í því.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar