Fréttir | 20. júní 2019

Söguhringur kvenna

Forsetahjón taka á móti Söguhring kvenna. Í því verkefni hittast konur af íslenskum og erlendum uppruna. Söguhringurinn er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Innan þessa vettvangs skiptast konur á sögum og skapa þær saman. Þá eru skipulagðar ýmsar uppákomur og vettvangsferðir sem efla tenglsanet kvennanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar