Fréttir | 05. júlí 2019

Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð

Forsetafrú Eliza Reid heimsækir Heimaey, hæfingarstöð fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar heilsaði hún upp á þjónustunotendur og kynnti sér starfsemi stöðvarinnar. Heimaey veitir dagþjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, létta vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu. Þjónustunotendur vinna verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar