Fréttir | 11. júlí 2019

Knattspyrnulið frá Kenía

Forseti tekur á móti knattspyrnuliði drengja frá Kenía. Hópurinn er hingað kominn til að taka þátt í mótinu Rey Cup í Reykjavík síðar í mánuðinum og dvelst í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Margir hafa stutt för drengjanna hingað með ýmsum hætti, fólk, fyrirtæki og félög. Íslensku hjónin Paul Ramses og Rosemary Odhiambo, sem eiga rætur að rekja til Kenía og styðja skólastarf og önnur þjóðþrifamál þar, höfðu veg og vanda af undirbúningi fararinnar. Frekari upplýsingar um för liðsins og dvöl þess á Íslandi má m.a. sjá hér og hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar