Fréttir | 05. ágú. 2019

Unglingalandsmót

Forseti Íslands og forsetafrú sækja unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands. Mótið var haldið á Höfn í Hornafirði. Forseti flutti ávarp á setningarhátíð mótsins og forsetahjón fylgdust svo með keppni og leik í hinum ýmsu greinum. Þau fræddust einnig um mannlíf í sveitarfélaginu, héldu í sögugöngu og heimsóttu íbúa Skjólgarðs, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Höfn. Þá kynntu þau sér starfsemi Skinneyjar Þinganess og luku ferðinni með heimsókn í kúabúið mikla í Flatey á Mýrum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar