Fréttir | 01. sep. 2019

Forseti sækir minningarathöfn í Póllandi

Forseti og forsetafrú sækja alþjóðlega minningarathöfn í Varsjá, höfuðborg Póllands. Leiðtogar og fulltrúar fjölmargra ríkja komu saman í Varsjá í dag og minntust þess að 80 ár eru liðin frá innrás Þýskalands í Pólland 1. september 1939 og upphafs seinni heimsstyrjaldar. Forsetahjónin sóttu minningarathöfn við Piłsudskitorg í Varsjá og sátu svo kvöldverð í boði Andrzej Duda, forseta Póllands. Yfirlýsingu forseta Íslands í tilefni athafnarinnar má lesa hér á íslensku, pólsku og ensku.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar